Erlent

Krefst þátttöku Sýrlandsstjórnar í morðrannsókninni

Líbani með myndir af Hariri, fyrrverandi forsætisráðerra Líbanons.
Líbani með myndir af Hariri, fyrrverandi forsætisráðerra Líbanons. MYND/AP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur krafist fullrar þátttöku Sýrlandsstjórnar í rannsókninni á morði fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, Rafik Hariri. Í ályktun ráðsins um mál Sýrlands er þó ekkert minnst á refsiaðgerðir neiti Sýrlendingar að vera samvinnuþýðir. Í stað refsiaðgerða segir í ályktuninni að gripið verði til frekari aðgerða reynist þeir verða ósamvinnuþýðir, en þær aðgerðir eru þó ekki skilgreindar nánar. Rússar sem eiga náin samskipti við Sýrlendinga eru sérstaklega mótfallnir því að hafa í hótunum við þá en Sýrlandsstjórn hefur vísað bráðabirgðaniðurstöðum á bug. Hún tilkynnti um helgina að hún ætlaði sjálf að rannsaka málið en muni þó einnig aðstoða rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×