Erlent

Fékk banvænt raflost í skírn

Séra Kyle Lake, prestur í bænum Waco í Texas, beið bana við skírnarathöfn á sunnudag eftir að hafa fengið heiftarlegt raflost. Séra Lake var prestur í söfnuði baptista en þeir skíra fólk svonefndum niðurdýfingarskírnum í þar til gerðum laugum.

Presturinn var kominn ofan í laugina þegar hann teygði sig í hljóðnema en illa einangruð rafmagnssnúra varð þess valdandi að hann hlaut raflostið banvæna. Til allrar hamingju var konan sem átti að skíra var ekki komin ofan í laugina og varð því ekki meint af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×