Erlent

Sjúkrahúsin lömuð

Slæmar aðstæður. Sumir spítala í Níkar­agva eru undir beru lofti og tæki og tól af skornum skammti.
Slæmar aðstæður. Sumir spítala í Níkar­agva eru undir beru lofti og tæki og tól af skornum skammti.

Um tuttugu þúsund heilsugæslustarfsmenn í Níkaragva lögðu niður störf í gær til að leggja áherslu á kröfur sínar um hærri laun og betri tækjabúnað á spítölum og heilsugæslustöðvum landsins.

Krefjast læknar allt að 140 prósenta launahækkunar en venjubundin mánaðarlaun þeirra eru um 28 þúsund íslenskar krónur. Hjúkrunarfólk og annað starfsfólk heilsugæslunnar krefst einnig umtalsverðra launahækkana. Þá eru kröfur gerðar um bættan tækjabúnað á spítölum, sem margir hverjir eru aðeins búnir einföldustu tækjum sem völ er á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×