Erlent

Á annan tug beið bana

Frá Grand Hyatt. Auk þeirra 23 sem létust slösuðust 120 manns í tilræðunum.
Frá Grand Hyatt. Auk þeirra 23 sem létust slösuðust 120 manns í tilræðunum.

Í það minnsta 23 fórust í þremur sjálfsmorðssprengju­árásum sem gerðar voru nánast samtímis í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í gær. Árásirnar voru gerðar um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma við þrjú hótel, Grand Hyatt, Radisson SAS og Days Inn, en ferðamenn og erindrekar frá Vesturlöndum eru jafnan í meirihluta gesta hótelanna.

120 manns slösuðust í tilræðunum. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér en jórdanska lögreglan telur að al-Kaída hafi staðið fyrir tilræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×