Erlent

Aldrei verið óvinsælli

Lífið er erfitt Bush hefur oft átt náðugri daga í forsetatíð sinni en nú.
Lífið er erfitt Bush hefur oft átt náðugri daga í forsetatíð sinni en nú.

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur aldrei verið jafn óvinsæll og nú. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir CBS-fréttastofuna reyndust aðeins 35 prósent þeirra sem spurðir voru ánægð með störf forsetans. Þetta er versta útkoma Bush frá upphafi og jafnframt ein ­versta­­ útkoma sem nokkur forseti Bandaríkjanna hefur hlotið.

Til samanburðar má geta þess að í nóvember 1973 voru 27 prósent Bandaríkjamanna ánægð með Richard Nixon í starfi forseta en Watergate-hneykslið var þá nýkomið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×