Erlent

Sagðir hafa falsað vottorð

Dagblaðið Dagens Næringsliv birti um helgina fréttir þar sem fjórir virtir læknar og sálfræðingar í Osló eru sakaðir um að hafa gegn þóknun falsað læknisvottorð fyrir glæpamenn svo að þeir fengju vægari refsingu.

Embætti héraðslæknisins í Ósló og Akershus hefur vísað málinu til lögregluyfirvalda enda eru ásakanirnar litnar mjög alvarlegum augum. Einn fjórmenninganna er starfsmaður lögreglunnar en hann neitar staðfastlega að hafa haft vitneskju um iðju hinna læknanna þriggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×