Erlent

Arabaríki þrýsti á Sýrland

Fórnarlömb syrgð. Konur syrgja fórnarlömb sjálfsmorðssprengjutilræðis í suður-írösku borginni Basra í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fórnarlömb syrgð. Konur syrgja fórnarlömb sjálfsmorðssprengjutilræðis í suður-írösku borginni Basra í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

Ríkisstjórn Íraks lýsti því yfir í gær að hana grunaði Marokkómann með bækistöðvar í Sýrlandi um að bera ábyrgð á þreföldu bílsprengjutilræði sem banaði yfir 60 manns norður af Bagdad í lok september. Íraski varnarmálaráðherrann hvatti ríkisstjórnir annarra arabaríkja að krefjast þess af Sýrlandsstjórn að hún gerði það sem í hennar valdi stæði til að hindra að erlendir vígamenn streymi til Íraks.

Í yfirlýsingu Írasstjórnar segir að Marokkómaðurinn Muhsen Khayber, sem einnig er þekktur undir nafninu Abdul-Majid al-Libi eða Abdu-Rahim, hefði að öllum líkindum staðið á bak við þrefalda bílsprengju-sjálfsmorðstilræðið í bænum Balad norður af Bagdad þann 29. september. Khayber er einnig eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir sprengitilræðið í Casablanca í maí 2003. Írösk stjörnvöld hafa heitið verðlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Khaybers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×