Erlent

Stýriflaugaárás á Gazasvæðinu

Palestínumenn skoða flak bílsins sem Ísraelar sprengdu með flugskeyti á Gaza í gær.
Palestínumenn skoða flak bílsins sem Ísraelar sprengdu með flugskeyti á Gaza í gær.

Ísraelsher tók tvo eftirlýsta herskáa Palestínumenn af lífi í gær með því að sprengja bíl þeirra í tætlur með stýriflaug. Örskömmu fyrir árásina hafði Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, ekið eftir sama vegi í grennd við flóttamannabúðir á Gazasvæðinu.

Herskáir Palestínumenn brugðust við árásunum með því að hvetja til hefndarárása. En þrátt fyrir hina auknu spennu á Gaza áformuðu fulltrúar Palestínumanna og Ísraelsstjórnar að hittast í dag. Reyna á að útkljá ágreining um það hvernig tryggja beri öryggi á landamærum Gaza og Egyptalands eftir að Ísraelar yfirgáfu Gazasvæðið í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×