Erlent

Ásakanir um gróft svindl

Barinn á kjörfundi. Fjöldi fólks varð að leita sér læknisaðstoðar eftir að sveitir hliðhollar stjórninni réðust gegn stjórnarandstæðingum.
Barinn á kjörfundi. Fjöldi fólks varð að leita sér læknisaðstoðar eftir að sveitir hliðhollar stjórninni réðust gegn stjórnarandstæðingum.

Upplausn einkenndi þing- og forsetakosningar á eynni Zanzibar, sem er sjálfstjórnarhérað í Tansaníu, á sunnudaginn. Seif Shariff Hamad, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, segir að allt að 80.000 manns stjórnarandstæðingum, eða tæpum sjöttungi kjósenda, hafi verið meinað að kjósa.

Lögregla gekk auk þess á milli bols og höfuðs á stuðningsmönnum Hamid eftir mótmæli. Tveir létust í átökunum og á annan tug slasaðist. Kosningaeftirlitsmenn Afríkubandalagsins sögðu ekkert athugavert við framkvæmd kosninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×