Enskir geta þakkað Hollendingum 8. október 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Englendingar gátu leyft sér að fagna í gærkvöldi eftir sigur liðsins á Austurríki og enn fremur eftir sigur Hollands á Tékklandi. Þau úrslit þýddu að bæði Pólland og England eru komin áfram á HM þar sem þau tvö lið sem ná bestum árangri í 2. sæti riðlanna komast beint áfram. Englendingar taka á móti Pólverjum á miðvikudag og var búist við því að sá leikur yrði spennuþrunginn þar sem hann væri úrslitaleikur um toppsæti riðilsins -- sem hann vissulega er -- en úrslit leikja gærdagsins gera úrslit leiksins þýðingarlausann. Eina mark leiksins skoraði Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, úr vítaspyrnu á 25.mínútu en hún var réttilega dæmd eftir að brotið hafði verið á Michael Owen. Englendingar hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum en höfðu heppnina ekki með sér. Í síðari hálfleik voru Austurríkismenn nálægt því að jafna þegar Roland Linz átti skot í þverslána. Á 57.mínútu fékk David Beckham síðan tvö gul spjöld og þar með rautt en seinna spjaldið var rangur dómur og ekkert nema leikaraskapur hjá Ibertsberger. Englendingar héldu þó út einum manni færri og fengu öll stigin þrjú. "Ég skil ekkert í þessari ákvörðun dómarans. Fyrra gula spjaldið var strangur dómur en það seinna var alveg út úr kortinu. Allir sem sáu þetta atvik geta verið sammála um það," sagði fyrirliðinn Beckham sem verður því í leikbanni í leiknum gegn Póllandi á miðvikudaginn. Sol Campbell verður heldur ekki með í þeim leik þar sem hann meiddist gegn Austurríki og því mun Rio Ferdinand endurheimta sæti sitt í miðverðinum. "Sigurinn var samt mjög góður, það eru úrslitin sem skipta máli þegar það er komið svona langt í keppninni. Liðið sýndi mikinn karakter og menn börðust fyrir hvorn annan. Það er erfitt að vera manni færri í hálftíma en við lönduðum stigunum þremur sem telja," sagði Beckham. Sven-Göran Eriksson getur nú andað léttar fyrir að hafa komið liði sínu á HM en hann hefur mátt sæta mikillar gagnrýni eftir tap Englendinga gegn Norður-Írum í síðasta mánuði. Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Sjá meira
Englendingar gátu leyft sér að fagna í gærkvöldi eftir sigur liðsins á Austurríki og enn fremur eftir sigur Hollands á Tékklandi. Þau úrslit þýddu að bæði Pólland og England eru komin áfram á HM þar sem þau tvö lið sem ná bestum árangri í 2. sæti riðlanna komast beint áfram. Englendingar taka á móti Pólverjum á miðvikudag og var búist við því að sá leikur yrði spennuþrunginn þar sem hann væri úrslitaleikur um toppsæti riðilsins -- sem hann vissulega er -- en úrslit leikja gærdagsins gera úrslit leiksins þýðingarlausann. Eina mark leiksins skoraði Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, úr vítaspyrnu á 25.mínútu en hún var réttilega dæmd eftir að brotið hafði verið á Michael Owen. Englendingar hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum en höfðu heppnina ekki með sér. Í síðari hálfleik voru Austurríkismenn nálægt því að jafna þegar Roland Linz átti skot í þverslána. Á 57.mínútu fékk David Beckham síðan tvö gul spjöld og þar með rautt en seinna spjaldið var rangur dómur og ekkert nema leikaraskapur hjá Ibertsberger. Englendingar héldu þó út einum manni færri og fengu öll stigin þrjú. "Ég skil ekkert í þessari ákvörðun dómarans. Fyrra gula spjaldið var strangur dómur en það seinna var alveg út úr kortinu. Allir sem sáu þetta atvik geta verið sammála um það," sagði fyrirliðinn Beckham sem verður því í leikbanni í leiknum gegn Póllandi á miðvikudaginn. Sol Campbell verður heldur ekki með í þeim leik þar sem hann meiddist gegn Austurríki og því mun Rio Ferdinand endurheimta sæti sitt í miðverðinum. "Sigurinn var samt mjög góður, það eru úrslitin sem skipta máli þegar það er komið svona langt í keppninni. Liðið sýndi mikinn karakter og menn börðust fyrir hvorn annan. Það er erfitt að vera manni færri í hálftíma en við lönduðum stigunum þremur sem telja," sagði Beckham. Sven-Göran Eriksson getur nú andað léttar fyrir að hafa komið liði sínu á HM en hann hefur mátt sæta mikillar gagnrýni eftir tap Englendinga gegn Norður-Írum í síðasta mánuði.
Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Sjá meira