Erlent

Breskur gísl drepinn í Afganistan

Yfirvöld í Afganistan greindu frá því í dag að Breti sem rænt var fyrir þremur dögum í landinu hefði fundist látinn. Maðurinn, David Addison, starfaði við öryggisgæslu í tengslum við vegagerð í vesturhluta Afganistans en var rænt á miðvikudag ásamt túlki eftir að byssumenn höfðu ráðist á bílalest sem þeir voru í. Þrír féllu í árásinni. Uppreisnarmenn úr röðum talibana, sem hafa lítið látið að sér kveða í vesturhluta Afganistans, segjast bera ábyrgð á morðinu, en alls hafa rúmlega 1100 manns látist í átökum og árásum í landinu síðasta hálfa árið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×