Afþökkuðu aðstoð Íslendinga 3. september 2005 00:01 Að minnsta kosti 44 ríki hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð við björgunarstörf og neyðaraðstoð, þar sem fellibylurinn Katrín reið yfir, Ísland þeirra á meðal. Alþjóðlega rústabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í gær en aðstoð hennar var afþökkuð í dag. Heimsbyggðin hefur fylgst með fréttum af hamfarasvæðunum í suðurhluta Bandaríkjanna með hryllingi undanfarna daga. Meira að segja stjórnvöld á Kúbu og í Venesúela, sem alla jafna vilja sem minnst af Bandaríkjunum vita, hafa boðið fram aðstoð. Skilaboð komu hingað til lands í gær frá stofnun innan Sameinuðu þjóðanna um að jafnvel yrði óskað eftir aðstoð alþjóðlegra björgunarsveita. Jón Gunnarsson, formaður Landsbjargar, segir að á þeim tíma hafi utanríkisráðuneytið verið látið vita að þessi skilaboð hefðu borist. Ráðuneytið hafi fljótlega tekið ákvörðun um að bjóða bandarískum stjórnvöld formlega aðstoð alþjóðlegu björgunarsveitarinnar. Það hafi verið gert í gegnum sendiráð Íslendinga í Washington. Jón segir að þegar sú ákvörðun hafi legið fyrir hafi sveitin verið sett í viðbragðsstöðu og byrjað hafi verið að kanna flutningsmöguleika og undirbúa mannskapinn að fara. Beiðnin um að sveitin færi utan kom ekki en það hafi verið gefið strax út að það mætti eiga von á því að nokkur dráttur yrði á þeirri ákvörðun. Upp úr hádegi í dag hafi svo borist skilaboð um það að það mætti aflétta viðbragðsstöðu á sveitinni og það yrði væntanlega ekki óskað eftir aðstoð, alla vega ekki í bráð. Jón segir Bandaríkjamenn eiga mikið af gríðarlega öflugum sveitum sem geta tekist á við verkefnin sem bíða á flóðasvæðunum. Hann bendir þó á að þótt menn séu með sterka heri og þjóðvarðlið þá séu þær sveitir ekki í stakk búnar til að leita í rústum eins og hinar alþjóðlegu björgunarsveitir, bæði gagnvart tækjabúnaði, þekkingu og þjálfun. Það hefði því getað komið til greina, ef það hefði verið mikið um rústaleit, að Bandaríkjamenn þyrftu á þeirri þekkingu að halda og meiri mannafla. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir stjórnvöld fyrir hægagang og skeytingarleysi, þar sem björgunarsveitin hefði getað fengið far með Flugleiðavél í gær en það hefði tekið utanríkisráðuneytið margar klukkusundir að ákveða að bjóða fram aðstoð sveitarinnar. Jón segir ákveðinn misskilning á ferð. Það hafi legið fyrir að Flugleiðir væru að senda tóma vél vestur um haf seinni partinn í gær og félagið hafi verið tilbúið að láta hana bíða og flytja björgunarsveitina ef á hefði þurft að halda. Svona sveitir fari hins vegar ekki af stað nema um það komi beiðni eftir diplómatískum leiðum frá hamfaralandinu. Slíkt hafi ekki gerst og því hafi engar alþjóðlegar björgunarsveitir af stað. Erlent Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Að minnsta kosti 44 ríki hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð við björgunarstörf og neyðaraðstoð, þar sem fellibylurinn Katrín reið yfir, Ísland þeirra á meðal. Alþjóðlega rústabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í gær en aðstoð hennar var afþökkuð í dag. Heimsbyggðin hefur fylgst með fréttum af hamfarasvæðunum í suðurhluta Bandaríkjanna með hryllingi undanfarna daga. Meira að segja stjórnvöld á Kúbu og í Venesúela, sem alla jafna vilja sem minnst af Bandaríkjunum vita, hafa boðið fram aðstoð. Skilaboð komu hingað til lands í gær frá stofnun innan Sameinuðu þjóðanna um að jafnvel yrði óskað eftir aðstoð alþjóðlegra björgunarsveita. Jón Gunnarsson, formaður Landsbjargar, segir að á þeim tíma hafi utanríkisráðuneytið verið látið vita að þessi skilaboð hefðu borist. Ráðuneytið hafi fljótlega tekið ákvörðun um að bjóða bandarískum stjórnvöld formlega aðstoð alþjóðlegu björgunarsveitarinnar. Það hafi verið gert í gegnum sendiráð Íslendinga í Washington. Jón segir að þegar sú ákvörðun hafi legið fyrir hafi sveitin verið sett í viðbragðsstöðu og byrjað hafi verið að kanna flutningsmöguleika og undirbúa mannskapinn að fara. Beiðnin um að sveitin færi utan kom ekki en það hafi verið gefið strax út að það mætti eiga von á því að nokkur dráttur yrði á þeirri ákvörðun. Upp úr hádegi í dag hafi svo borist skilaboð um það að það mætti aflétta viðbragðsstöðu á sveitinni og það yrði væntanlega ekki óskað eftir aðstoð, alla vega ekki í bráð. Jón segir Bandaríkjamenn eiga mikið af gríðarlega öflugum sveitum sem geta tekist á við verkefnin sem bíða á flóðasvæðunum. Hann bendir þó á að þótt menn séu með sterka heri og þjóðvarðlið þá séu þær sveitir ekki í stakk búnar til að leita í rústum eins og hinar alþjóðlegu björgunarsveitir, bæði gagnvart tækjabúnaði, þekkingu og þjálfun. Það hefði því getað komið til greina, ef það hefði verið mikið um rústaleit, að Bandaríkjamenn þyrftu á þeirri þekkingu að halda og meiri mannafla. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir stjórnvöld fyrir hægagang og skeytingarleysi, þar sem björgunarsveitin hefði getað fengið far með Flugleiðavél í gær en það hefði tekið utanríkisráðuneytið margar klukkusundir að ákveða að bjóða fram aðstoð sveitarinnar. Jón segir ákveðinn misskilning á ferð. Það hafi legið fyrir að Flugleiðir væru að senda tóma vél vestur um haf seinni partinn í gær og félagið hafi verið tilbúið að láta hana bíða og flytja björgunarsveitina ef á hefði þurft að halda. Svona sveitir fari hins vegar ekki af stað nema um það komi beiðni eftir diplómatískum leiðum frá hamfaralandinu. Slíkt hafi ekki gerst og því hafi engar alþjóðlegar björgunarsveitir af stað.
Erlent Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira