Afþökkuðu aðstoð Íslendinga 3. september 2005 00:01 Að minnsta kosti 44 ríki hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð við björgunarstörf og neyðaraðstoð, þar sem fellibylurinn Katrín reið yfir, Ísland þeirra á meðal. Alþjóðlega rústabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í gær en aðstoð hennar var afþökkuð í dag. Heimsbyggðin hefur fylgst með fréttum af hamfarasvæðunum í suðurhluta Bandaríkjanna með hryllingi undanfarna daga. Meira að segja stjórnvöld á Kúbu og í Venesúela, sem alla jafna vilja sem minnst af Bandaríkjunum vita, hafa boðið fram aðstoð. Skilaboð komu hingað til lands í gær frá stofnun innan Sameinuðu þjóðanna um að jafnvel yrði óskað eftir aðstoð alþjóðlegra björgunarsveita. Jón Gunnarsson, formaður Landsbjargar, segir að á þeim tíma hafi utanríkisráðuneytið verið látið vita að þessi skilaboð hefðu borist. Ráðuneytið hafi fljótlega tekið ákvörðun um að bjóða bandarískum stjórnvöld formlega aðstoð alþjóðlegu björgunarsveitarinnar. Það hafi verið gert í gegnum sendiráð Íslendinga í Washington. Jón segir að þegar sú ákvörðun hafi legið fyrir hafi sveitin verið sett í viðbragðsstöðu og byrjað hafi verið að kanna flutningsmöguleika og undirbúa mannskapinn að fara. Beiðnin um að sveitin færi utan kom ekki en það hafi verið gefið strax út að það mætti eiga von á því að nokkur dráttur yrði á þeirri ákvörðun. Upp úr hádegi í dag hafi svo borist skilaboð um það að það mætti aflétta viðbragðsstöðu á sveitinni og það yrði væntanlega ekki óskað eftir aðstoð, alla vega ekki í bráð. Jón segir Bandaríkjamenn eiga mikið af gríðarlega öflugum sveitum sem geta tekist á við verkefnin sem bíða á flóðasvæðunum. Hann bendir þó á að þótt menn séu með sterka heri og þjóðvarðlið þá séu þær sveitir ekki í stakk búnar til að leita í rústum eins og hinar alþjóðlegu björgunarsveitir, bæði gagnvart tækjabúnaði, þekkingu og þjálfun. Það hefði því getað komið til greina, ef það hefði verið mikið um rústaleit, að Bandaríkjamenn þyrftu á þeirri þekkingu að halda og meiri mannafla. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir stjórnvöld fyrir hægagang og skeytingarleysi, þar sem björgunarsveitin hefði getað fengið far með Flugleiðavél í gær en það hefði tekið utanríkisráðuneytið margar klukkusundir að ákveða að bjóða fram aðstoð sveitarinnar. Jón segir ákveðinn misskilning á ferð. Það hafi legið fyrir að Flugleiðir væru að senda tóma vél vestur um haf seinni partinn í gær og félagið hafi verið tilbúið að láta hana bíða og flytja björgunarsveitina ef á hefði þurft að halda. Svona sveitir fari hins vegar ekki af stað nema um það komi beiðni eftir diplómatískum leiðum frá hamfaralandinu. Slíkt hafi ekki gerst og því hafi engar alþjóðlegar björgunarsveitir af stað. Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Að minnsta kosti 44 ríki hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð við björgunarstörf og neyðaraðstoð, þar sem fellibylurinn Katrín reið yfir, Ísland þeirra á meðal. Alþjóðlega rústabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í gær en aðstoð hennar var afþökkuð í dag. Heimsbyggðin hefur fylgst með fréttum af hamfarasvæðunum í suðurhluta Bandaríkjanna með hryllingi undanfarna daga. Meira að segja stjórnvöld á Kúbu og í Venesúela, sem alla jafna vilja sem minnst af Bandaríkjunum vita, hafa boðið fram aðstoð. Skilaboð komu hingað til lands í gær frá stofnun innan Sameinuðu þjóðanna um að jafnvel yrði óskað eftir aðstoð alþjóðlegra björgunarsveita. Jón Gunnarsson, formaður Landsbjargar, segir að á þeim tíma hafi utanríkisráðuneytið verið látið vita að þessi skilaboð hefðu borist. Ráðuneytið hafi fljótlega tekið ákvörðun um að bjóða bandarískum stjórnvöld formlega aðstoð alþjóðlegu björgunarsveitarinnar. Það hafi verið gert í gegnum sendiráð Íslendinga í Washington. Jón segir að þegar sú ákvörðun hafi legið fyrir hafi sveitin verið sett í viðbragðsstöðu og byrjað hafi verið að kanna flutningsmöguleika og undirbúa mannskapinn að fara. Beiðnin um að sveitin færi utan kom ekki en það hafi verið gefið strax út að það mætti eiga von á því að nokkur dráttur yrði á þeirri ákvörðun. Upp úr hádegi í dag hafi svo borist skilaboð um það að það mætti aflétta viðbragðsstöðu á sveitinni og það yrði væntanlega ekki óskað eftir aðstoð, alla vega ekki í bráð. Jón segir Bandaríkjamenn eiga mikið af gríðarlega öflugum sveitum sem geta tekist á við verkefnin sem bíða á flóðasvæðunum. Hann bendir þó á að þótt menn séu með sterka heri og þjóðvarðlið þá séu þær sveitir ekki í stakk búnar til að leita í rústum eins og hinar alþjóðlegu björgunarsveitir, bæði gagnvart tækjabúnaði, þekkingu og þjálfun. Það hefði því getað komið til greina, ef það hefði verið mikið um rústaleit, að Bandaríkjamenn þyrftu á þeirri þekkingu að halda og meiri mannafla. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir stjórnvöld fyrir hægagang og skeytingarleysi, þar sem björgunarsveitin hefði getað fengið far með Flugleiðavél í gær en það hefði tekið utanríkisráðuneytið margar klukkusundir að ákveða að bjóða fram aðstoð sveitarinnar. Jón segir ákveðinn misskilning á ferð. Það hafi legið fyrir að Flugleiðir væru að senda tóma vél vestur um haf seinni partinn í gær og félagið hafi verið tilbúið að láta hana bíða og flytja björgunarsveitina ef á hefði þurft að halda. Svona sveitir fari hins vegar ekki af stað nema um það komi beiðni eftir diplómatískum leiðum frá hamfaralandinu. Slíkt hafi ekki gerst og því hafi engar alþjóðlegar björgunarsveitir af stað.
Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira