Erlent

Segjast hafa náð stjórn á Tal Afar

Írakskar og bandarískar hersveitir hafa hætt árásum á vígi uppreisnarmanna í borginni Tal Afar. Talsmaður írakska hersins sagði í gær að tekist hefði að ná stjórn á ástandinu og búið væri að handsama eða hrekja á brott alla uppreisnarmenn í borginni. Alls hafa hátt í 200 manns fallið í bardögum í borginni undanfarna tíu daga, en árásarhrina uppreisnarmanna um allt Írak hefur verið rakin til aðgerðanna í Tal Afar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×