Erlent

Markmiðið að bæta efnahaginn

Markmið nýrrar samsteypustjórnar stóru flokkanna í Þýskalandi verður að vinna traust þjóðarinnar og bæta bágan efnahag landsins.

Stóru flokkarnir í Þýskalandi, Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn, hafa komist að tímamótasamkomulagi um að mynda nýja ríkisstjórn landsins. Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, verður næsti kanslari, fyrst allra kvenna, en stjórnarsáttmálinn, sem ber yfirskriftina, Saman fyrir Þýskaland, verður lagður fyrir forystu flokkanna til samþykkis eftir helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×