Erlent

Ábyrgð al-Kaída staðfest

Margir komu saman í Amman í dag til að mótmæla árásunum. Þessir mótmælendur héldu á borða með áletruninni "Hvers vegna?"
Margir komu saman í Amman í dag til að mótmæla árásunum. Þessir mótmælendur héldu á borða með áletruninni "Hvers vegna?" MYND/AP

Jórdönsk yfirvöld segjast hafa fengið staðfest að al-Kaídaliðar frá Írak hafi staðið að baki hryðjuverkaárásunum á þrjú hótel í höfuðborginni Ammam á miðvikudagskvöld.

Marwan al-Muasher varaforsætisráðherra sagði fylgismenn Abu Musab al-Zarqawi hafa skipulagt árásirnar. 57 manns létust í tilræðunum, flestir heimamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×