Erlent

Skatttekjur aukast 2006

Kristín Halvorsen. Norska vinstri stjórnin hyggst hækka skatta á hátekjufólk.
Kristín Halvorsen. Norska vinstri stjórnin hyggst hækka skatta á hátekjufólk.

Kristín Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, hefur lagt fram endurskoðað frumvarp að fjárlögum fyrir næsta ár. Samkvæmt því hækka skattar og opinber gjöld um 6,4 milljónir norskra króna miðað við það sem ríkisstjórn Bondeviks hafði gert ráð fyrir.

Þetta þýðir tekjuaukningu upp á tæpa 30 milljarða íslenskra króna. Það er þó um 20 milljörðum króna minna en árið 2004 en ­stefna ríkisstjórnarinnar er að afla ríkinu jafn mikilla tekna og þá.

Norska ríkisstjórnin hyggst hækka skatta þeirra tekjuhæstu um 10 prósent. Þá á að breyta skattheimtu á þann veg að fólk með háar tekjur komist ekki lengur upp með að greiða lægri skatta í gegnum fjármagnstekjuskatt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×