Erlent

McCain ekki með Kerry

Repúblikaninn John McCain hefur sagt John Kerry, forsetaefni demókrata, að hann myndi ekki þiggja útnefningu sem varaforsetaefni hans. AP-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum ráðamönnum í Demókrataflokknum. Kerry er sagður hafa rætt við McCain um möguleikann á að repúblikaninn gæfi kost á sér sem varaforsetaefni demókrata, án þess þó að bjóða honum útnefninguna. Taldi hann að með því mætti mynda sterkt bandalag gegn George W. Bush Bandaríkjaforseta sem næði út yfir flokkslínur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×