Innlent

Bátur tekinn í tog

Sjómaður, sem var einn á nýjum hraðfiskibáti undan Skarðsfjöru á Suðurströndinni, bað um aðstoð undir miðnætti, þar sem vélbúnaður bilaði og bátinn, sem heitir Stella NK, rak í átt til lands. Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað en skömmu eftir flugtak barst tilkynning um það að áhöfnin á fiskibátnum Sæmundi GK hefði komið taug yfir í bilaða bátinn og tekið hann í tog. Var hann þá innan við tvær sjómílur frá brimgarðinum. Þyrlunni var þá snúið við en Sæmundur hélt áleiðis til Vestmannaeyja með Stellu í togi. Lóðsinn frá Eyjum er á leið til móts við bátana og ætlar að draga Stellu síðasta spölinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×