Erlent

Hryðjuverkamenn handteknir á Spáni

Sjö meintir hryðjuverkamenn hafa verið handteknir á Spáni, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverkaárás á hæstarétt þar í landi. Mennirnir eru allir sagðir tilheyra hópi öfgafulltrúa múslíma en það var rannsókn rannsóknardómarans Baltasars Garzon sem leiddi til handtöku þeirra. Fjórir mannanna eru frá Alsír og einn frá Marokkó. Í spænskum fjölmiðlum hefur verið nefnt að hópurinn sem framdi hryðjuverkaárásirnar í Madríd í mars síðastliðnum bíði nú tækifæris til að láta til sín taka á ný en mennirnir sjö sem voru handteknir eru ekki taldir tengjast þeim hópi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×