Erlent

Sprengjuhótun á flugvelli í Sofiu

Komusal flugvallarins í Sofíu, í Búlgaríu, var lokað um hálfsjöleytið í morgun, að íslenskum tíma, vegna sprengjuhótunar, samkvæmt innanríkisráðuneytinu í landinu. Stjórnendur flugvallarins segja að ekki hafi þurft að fresta flugi en fjölmiðlar í landinu segja að tuttugu mínútna seinkun hafi orðið á lendingu vélar frá Tyrklandi vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×