Erlent

40 særðust í sprengingu í Nepal

Tæplega fjörutíu manns særðust þegar öflug sprengja sprakk í byggingu í hjarta Katmandu-borgar í Nepal í morgun. Talið er að uppreisnarmen úr röðum maóista beri ábyrgð á verknaðinum. Sprengjan sprakk í byggingu stjórnvalda sem verið var að reisa en flestir þeirra sem særðust voru að vinna þar við framkvæmdir. Lögreglan í Nepal segir allt benda til þess að maóistar hafi skipulagt sprenginguna en uppreisnarmennirnir hafa ekki lýst verknaðinum á hendur sér. Þetta er stærsta sprengjuárásin sem verður í Katmandu eftir að tímabundnu vopnahléi lauk á milli hersveita stjórnarinnar og maóista í síðasta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×