Segir dóm auka réttaröryggi 12. júní 2004 00:01 Hilda Hafsteinsdóttir vann á þriðjudag mál sitt gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Niðurstaða dómsins var að lögreglu hafi verið óheimilt að handtaka hana ítrekað og vista í fangageymslu á árunum 1988 til 1992 án þess að kæra væri lögð fram eða mál hennar rannsökuð. Málið hafði verið í meðförum Mannréttindadómstólsins frá því árið 1996 þegar Hæstiréttur hafnaði skaðabótakröfu Hildu vegna ólögmætra handtaka. Áður hafði Hilda farið víða með mál sitt í íslensku réttarfarskerfi, en hvarvetna komið að lokuðum dyrum. Mál Hildu er það áttunda sem Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir og er á hendur íslenska ríkinu. "Dómurinn mun auka mjög á réttaröryggi hér á öllum sviðum. Engin þjóð vill vera dæmd þarna hvað eftir annað," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Hildu. "Afleiðingin er að dómarar vinna vinnu sína betur og setja sig inn í þankaganginn og framkvæmdina hjá Mannréttindadómstólnum. Enginn vafi er á því að í öllum meginatriðum hefur þróunin verið jákvæð í þessum efnum hjá Hæstarétti, þó að hann hafi ekki alltaf áttað sig á því hve ríkar kröfur eru gerðar til dómstóla með aðild landsins að Mannréttindasáttmála Evrópu." Ragnar segir að í máli Hildu hafi Mannréttindadómstóllinn komist að því að heimilt gæti verið að svipta fólk frelsi við þær aðstæður sem voru í máli Hildu, væru til þess skýrar lagaheimildir sem væru öllum almenningi aðgengilegar og skiljanlegar. "Á það skorti. Síðan var málsmeðferðin með þeim hætti að umbjóðanda mínum var aldrei gefið neitt að sök. Hún var aldrei kölluð fyrir dómara. Lögregla taldi hana sjúka en leitaði ekki eftir því að læknir liti þá til hennar þegar hún var svipt frelsi. Svo fór aldrei fram nein rannsókn, hvorki á hennar gjörðum né lögreglunnar," sagði hann. Síðan mál Hildu kom upp segir Ragnar að hér hafi verið sett ný lögreglulög sem bæti stöðuna nokkuð hvað varðar réttaröryggi fólks. "En síðan er auðvitað spurning um framkvæmdina, því eftir þann tíma höfum við dæmi á borð við handtökuna á Austurvelli þegar verið var að taka upp sjónvarpsþáttinn Good Morning America og svo sambærileg atvik þegar forseti Kína kom í heimsókn til Íslands. Þá gekk lögreglan fram fyrir skjöldu og svipti menn frelsi án þess að gæta réttra aðferða og lagaheimilda. Út af því eru risin málaferli," sagði Ragnar. Fréttir Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Hilda Hafsteinsdóttir vann á þriðjudag mál sitt gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Niðurstaða dómsins var að lögreglu hafi verið óheimilt að handtaka hana ítrekað og vista í fangageymslu á árunum 1988 til 1992 án þess að kæra væri lögð fram eða mál hennar rannsökuð. Málið hafði verið í meðförum Mannréttindadómstólsins frá því árið 1996 þegar Hæstiréttur hafnaði skaðabótakröfu Hildu vegna ólögmætra handtaka. Áður hafði Hilda farið víða með mál sitt í íslensku réttarfarskerfi, en hvarvetna komið að lokuðum dyrum. Mál Hildu er það áttunda sem Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir og er á hendur íslenska ríkinu. "Dómurinn mun auka mjög á réttaröryggi hér á öllum sviðum. Engin þjóð vill vera dæmd þarna hvað eftir annað," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Hildu. "Afleiðingin er að dómarar vinna vinnu sína betur og setja sig inn í þankaganginn og framkvæmdina hjá Mannréttindadómstólnum. Enginn vafi er á því að í öllum meginatriðum hefur þróunin verið jákvæð í þessum efnum hjá Hæstarétti, þó að hann hafi ekki alltaf áttað sig á því hve ríkar kröfur eru gerðar til dómstóla með aðild landsins að Mannréttindasáttmála Evrópu." Ragnar segir að í máli Hildu hafi Mannréttindadómstóllinn komist að því að heimilt gæti verið að svipta fólk frelsi við þær aðstæður sem voru í máli Hildu, væru til þess skýrar lagaheimildir sem væru öllum almenningi aðgengilegar og skiljanlegar. "Á það skorti. Síðan var málsmeðferðin með þeim hætti að umbjóðanda mínum var aldrei gefið neitt að sök. Hún var aldrei kölluð fyrir dómara. Lögregla taldi hana sjúka en leitaði ekki eftir því að læknir liti þá til hennar þegar hún var svipt frelsi. Svo fór aldrei fram nein rannsókn, hvorki á hennar gjörðum né lögreglunnar," sagði hann. Síðan mál Hildu kom upp segir Ragnar að hér hafi verið sett ný lögreglulög sem bæti stöðuna nokkuð hvað varðar réttaröryggi fólks. "En síðan er auðvitað spurning um framkvæmdina, því eftir þann tíma höfum við dæmi á borð við handtökuna á Austurvelli þegar verið var að taka upp sjónvarpsþáttinn Good Morning America og svo sambærileg atvik þegar forseti Kína kom í heimsókn til Íslands. Þá gekk lögreglan fram fyrir skjöldu og svipti menn frelsi án þess að gæta réttra aðferða og lagaheimilda. Út af því eru risin málaferli," sagði Ragnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira