Erlent

Íranar sæta gagnrýni

Íranar eru gagnrýndir í ályktunartillögu sem Bretland, Frakkland og Þýskaland hyggjast leggja fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnunina. Þar eru stjórnvöld í Teheran skömmuð fyrir að svara ekki spurningum sem hafa vaknað við rannsókn Sameinuðu þjóðanna á kjarnorkuáætlun Írans. Í ályktunartillögunni er harmað að samvinna Írana hafi verið ófullnægjandi, seint á ferðinni og að ganga hafi þurft á eftir henni. Þó er tekið fram að Íranar hafi veitt eftirlitsmönnum aðgang að verksmiðjum í varnariðnaði sem séu í raun herstöðvar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×