Erlent

56 létust í gassprengingu

Gassprenging í kolanámu í mið-Kína kostaði 56 manns lífið. 148 er saknað og er talið afar ólíklegt að nokkur þeirra finnist á lífi. Í öðru sambærilegu atvikið í suðvesturhluta Kína fórust sex í gasleka. Slys af þessu tagi eru mjög algeng í kínverskum námum þar sem öryggi er mjög ábótavant. Þúsundir námamanna farast í sprengingum, flóðum og annars konar slysum í kínverskum námum á hverju ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×