Erlent

Harry barði ljósmyndara

Harry Bretaprins lenti í útistöðum við ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í Lundúnum í nótt. Í yfirlýsingu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að Harry hafi verið laminn í andlitið með myndavél og hafi þá ýtt henni frá sér í sjálfsvörn með þeim afleiðingum að myndavélin lenti á vörinni á ljósmyndaranum svo hún sprakk. Ljósmyndarinn sem vinnur fyrir London Evening Standard segir hins vegar að Harry hafi vísvitandi lamið frá sér. Mikill styr stendur nú um Harry því aðeins er vika síðan fyrrverandi kennari hans lýsti því yfir að hann hefði hjálpað honum við að svindla á prófi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×