Erlent

Saddam verði líflátinn

Þúsundir Kúrda tóku þátt í kröfugöngu í bænum Halabja til að krefjast þess að Saddam Hussein verði tekinn af lífi fyrir að beita efnavopnum gegn íbúum bæjarins. 5.000 manns létu lífið í árás stjórnvalda 1988. Það verður í höndum dómstóla að ákveða hvort Saddam Hussein verði tekinn af lífi eða ekki. Stjórnvöld munu sætta sig við niðurstöðu dómstóla, sagði Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks. "Hvað aftöku varðar er það fyrir dómstóla að ákveða - svo framarlega sem þeir komast að niðurstöðu á hlutlægan og réttlátan hátt," sagði Allawi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×