Erlent

Þjóðarmorð stunduð í Súdan

Bandaríska þingið segir að þjóðarmorð séu stunduð í Darfúr-héraði í Súdan. Þingmenn hafa hvatt alþjóðasamfélagið til að grípa til aðgerða. Bandaríkin leggja til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setji viðskiptabann á Súdan en grunur leikur á að fylgismenn ríkisstjórnarinnar í Súdan stundi þjóðarmorð. Samþykki Sameinuðu þjóðirnar að þjóðarmorð eigi sér stað er stofnunin skyldug að grípa til aðgerða. Milljónir manna hafa nú flúið heimili sín og hafast við í flóttamannabúðum við landamæri Tsjads.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×