Sport

Brigir Leifur kláraði ekki

Hætta þurfti leik á þriðja degi úrtökumóts evrópumótaraðarinnar sem fram fer í Valenciu á Spáni vegna veðurs og var Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, einn þeirra sem ekki náði að klára hringinn. Var Birgir í 7.-10. sæti fyrir daginn í gær og átti góða möguleika á að komast áfram en aðeins 29 efstu kylfingarnir halda leik áfram að þriðju umferð lokinni. Hafa forráðamenn mótsins brugðið á það ráð að klára þriðju umferð í dag en um leið og henni lýkur halda þeir áfram leik sem komast gegnum niðurskurðinn. Ekki var ljóst þegar Fréttablaðið fór í prentun hvernig Birgi gekk en af þeim sem náðu að ljúka leik var Bretinn Stuart Little efstur með tíu högg undir pari. Var Birgir Leifur á átta höggum undir pari eftir fyrstu tvo dagana og ætti hann að öllu jöfnu að eiga tiltölulega greiða leið gegnum niðurskurðinn spili hann af sama öryggi áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×