Sport

Butt úr leik

Enski miðvallarleikmaðurinn Nicky Butt er úr leik á EM í Portúgal eftir að hafa meiðst á hné á æfingu. Meiðslin eru ekki alvarleg en það tekur Butt þó að minnsta kosti þrjár til fjórar vikur að jafna sig. Sökum reglna UEFA er ekki hægt að bæta við manni í 23 manna hóp enska liðsins. Butt, sem er leikmaður Manchester United, hefur ekki verið fastur byrjunarliðsleikmaður hjá United né landsliðinu undanfarin misseri. Hann er annar leikmaður Manchester United sem meiðist úti í Portúgal því Paul Scholes sneri sig á ökkla í tapleiknum gegn Frakklandi á sunnudag. Taldar eru helmingslíkur á að Scholes verði klár í slaginn gegn Svisslendingum á morgun. Það eru öllu verri tíðindi fyrir Englendinga en missir Butts og enska liðið má einfaldlega ekki við fleiri skakkaföllum ætli það sér að gera einhverjar rósir í þessari keppni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×