Erlent

Hindruðu sprengjuárás

MYND/REUTERS
Palestínumaður sem ísraelska leyniþjónustan hefur handtekið ætlaði sér að koma fyrir sprengju, annað hvort í embættissetri Ariels Sharons forsætisráðherra eða hverfi strangtrúaðra gyðinga í Jerúsalem. Í yfirlýsingu frá ísraelskum stjórnvöldum um þetta segir að hann hafi ekki verið búinn að taka ákvörðun um á hvorum staðnum hann ætlaði að láta til skarar skríða. Maðurinn starfar fyrir ísraelskt fyrirtæki og er eitt hlutverka hans að afhenda póst í húsnæðinu þar sem Sharon er með skrifstofu. Sú bygging er einna best varin allra stjórnarbygginga í Ísrael.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×