Einni og hálfri öld á eftir áætlun 15. júní 2004 00:01 Ríki heims eru svo fjarri markmiðum sínum um að draga úr fátækt í heiminum að það tekur sennilega eina og hálfa öld að ná þeim markmiðum sem menn höfðu sett sér að ná í Afríku fyrir árið 2015. Þetta eru orð Mark Malloch Brown, yfirmanns Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Á þúsaldarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir fjórum árum settu ríki heims sér það markmið að minnka fátækt um helming fyrir árslok 2015. "Næsta ár, 2005, er árið sem ræður úrslitum," sagði Brown. Hann sagði að á þeim tíma þyrfti að setja mikinn kraft í fjárfestingu og umbætur í Afríku. "Jafnvel þá er hæpið að markmiðin náist. Mat Þróunarstofnunarinnar, út frá því hvernig þetta hefur gengið, er að Afríka nái ekki markmiðum um að draga úr fátækt um helming fyrr en árið 2147." Brown segir að það þurfi ekki mikið til þess að fara megi nálægt því að ná markmiðunum 2015. Fyrir brot af því sem Íraksstríðið kostaði mætti draga verulega úr atvinnuleysi og tryggja fólki öruggt drykkjarvatn. Öruggt drykkjarvatn var annað markmið sem þær 189 þjóðir sem studdu ályktun þúsaldarráðstefnunnar samþykktu að stefna að. Önnur markmið þúsaldarráðstefnunnar voru að tryggja framboð á grunnskólamenntun öllum til handa, bæta líf þeirra sem búa í fátækrahverfum stórborga, draga úr útbreiðslu HIV-veirunnar og annarra sjúkdóma, draga úr bilinu á milli ríkra og fátækra ríkja og efla umhverfisvernd. Vandinn er ekki aðeins sá að ríki heims hafi ekki staðið sig sagði Brown. "Fjárfestingin sem er þörf á er meiri en sú sem almannavaldið eitt og sér ræður við," sagði Brown. Hann sagði að það sem vantaði væri sterk innkoma fjárfesta í fátækum ríkjum. Erlent Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Ríki heims eru svo fjarri markmiðum sínum um að draga úr fátækt í heiminum að það tekur sennilega eina og hálfa öld að ná þeim markmiðum sem menn höfðu sett sér að ná í Afríku fyrir árið 2015. Þetta eru orð Mark Malloch Brown, yfirmanns Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Á þúsaldarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir fjórum árum settu ríki heims sér það markmið að minnka fátækt um helming fyrir árslok 2015. "Næsta ár, 2005, er árið sem ræður úrslitum," sagði Brown. Hann sagði að á þeim tíma þyrfti að setja mikinn kraft í fjárfestingu og umbætur í Afríku. "Jafnvel þá er hæpið að markmiðin náist. Mat Þróunarstofnunarinnar, út frá því hvernig þetta hefur gengið, er að Afríka nái ekki markmiðum um að draga úr fátækt um helming fyrr en árið 2147." Brown segir að það þurfi ekki mikið til þess að fara megi nálægt því að ná markmiðunum 2015. Fyrir brot af því sem Íraksstríðið kostaði mætti draga verulega úr atvinnuleysi og tryggja fólki öruggt drykkjarvatn. Öruggt drykkjarvatn var annað markmið sem þær 189 þjóðir sem studdu ályktun þúsaldarráðstefnunnar samþykktu að stefna að. Önnur markmið þúsaldarráðstefnunnar voru að tryggja framboð á grunnskólamenntun öllum til handa, bæta líf þeirra sem búa í fátækrahverfum stórborga, draga úr útbreiðslu HIV-veirunnar og annarra sjúkdóma, draga úr bilinu á milli ríkra og fátækra ríkja og efla umhverfisvernd. Vandinn er ekki aðeins sá að ríki heims hafi ekki staðið sig sagði Brown. "Fjárfestingin sem er þörf á er meiri en sú sem almannavaldið eitt og sér ræður við," sagði Brown. Hann sagði að það sem vantaði væri sterk innkoma fjárfesta í fátækum ríkjum.
Erlent Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira