Erlent

Réttað yfir Saddam sem fyrst

Saddam Hússein verður afhentur írökskum yfirvöldum þann þrítugasta þessa mánaðar, að sögn væntanlegs forsætisráðherra, Iyads Allawis. Bandaríkjamenn hafa sagt að allir stríðsfangar verði færðir nýjum stjórnvöldum í Bagdad en hafa ekki tilgreint hvenær. Allawi segir að réttað verði yfir Saddam við fyrsta tækifæri en hefur ekki tilkynnt hvenær það verði. Sá fyrirvari er þó af hálfu annarra arabaríkja að nýja ríkisstjórnin geti verndað Saddam og gætt öryggis hans. Þrátt fyrir þessi ummæli kannast talsmenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins ekkert við að Saddam sé á förum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×