Erlent

Þúsundir vilja út í geim

Sjö þúsund manns hafa lýst sig reiðubúna til að greiða andvirði fimmtán milljónir króna fyrir að fljúga út í geiminn með Virgin að sögn aðaleigandans, Richards Branson. "Við erum afar ánægð því þetta þýðir að sú áhætta sem við tókum virðist ætla að borga sig," sagði hann. Branson segist hafa varið nær átta milljörðum króna í undirbúning fyrir geimferðir og kvaðst einnig ætla að greiða tæpa tvo milljarða fyrir réttinn á tækninni að baki SpaceShipOne, fyrsta geimfarinu sem var smíðað alfarið af einkaaðilum og hefur tvívegis verið flogið út í geiminn í skamma stund. Meðal þeirra sem hafa lýst áhuga á að fljúga út í geiminn er bandaríski leikarinn William Shatner sem er frægastur fyrir að hafa leikið Kirk kaptein í Star Trek myndunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×