Erlent

Verkfall í Bretlandi fyrirhugað

Samtök verslunar og þjónustu í Bretlandi, stærsta verkalýðsfélags landsins, hefur samþykkt að fara í verkfall þann 5. nóvember næstkomandi til að mótmæla fjöldauppsögnum í stéttinni. Fyrirhugað er að segja um 100 þúsund starfsmönnum samtakanna upp á næstunni. 265 þúsund félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni þar sem samþykkt var að leggja niður störf umræddan dag, en reyndar aðeins þennan eina dag, enn sem komið er í það minnsta. Engin viðbrögð hafa fengist hjá yfirvöldum við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×