Erlent

Seld í vændi af ættingjum

Nokkuð er um að ættingjar og nánir vinir barna taki þátt í að innleiða þau í starfsemi barnavændishringja, samkvæmt nýrri rannsókn á barnavændi á Filippseyjum. Fólkið þiggur þóknun af næturklúbbaeigendum og vændishringjum sem lofa börnunum oft vinnu við heimilisstörf en neyða þau síðan til að stunda vændi. Að því er fram kemur í skýrslu rannsakenda er talið að 60 þúsund filippeysk börn hafi stundað vændi á síðasta áratug. Þar er mestmegnis um að ræða stúlkur sem oft koma úr fátækum fjölskyldum sem stríða við ýmis vandamál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×