Erlent

Lofthelginni í kringum Haag lokað

Lofthelgin í kringum borgina Haag í Hollandi hefur verið lokað. Þetta er gert í tengslum við aðgerð lögreglu sem stendur enn, en lögreglan er á hælum hóps hryðjuverkamanna. Þrír lögreglumenn slösuðust í sprengingu í Haag fyrr í morgun. Sprengingin varð í tengslum við fyrrnefnda aðgerð lögreglunnar en talsmenn hennar vilja ekkert gefa uppi um nákvæmlega hvað er á seyði, annað en að hryðjuverkamenn eru skotmarkið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×