Leyniþjónusta í lamasessi 9. desember 2004 00:01 Mestu breytingar á leyniþjónustukerfi Bandaríkjamanna í hálfa öld eru nú í burðarliðnum. Stofnað verður sérstakt embætti yfirmanns leyniþjónustu og miðstöð í baráttu gegn hryðjuverkum verður sett á fót auk annarra breytinga. Lögin sem Bandaríkjaþing hefur nú samþykkt eru viðbrögð við gagnrýni sem fram kom eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 á þær stofnanir sem annast leynilega upplýsingaöflun. Sjöföld fjárlög íslenska ríkisins Áreiðanleg gagnaöflun er lykilatriði í vörnum hvers lands og hefur mikilvægi hennar síst farið minnkandi á síðustu árum. Á tímum kalda stríðsins voru njósnir á margan hátt einfaldari þar sem tiltekin ríki voru skilgreind ógn en í dag eru hryðjuverkahópar taldir helsta ógnin en þeir eru ekki bundnir við tiltekið landsvæði heldur er skipt niður í litlar sellur sem erfitt er að fylgjast með. Ólíkt því sem margir halda þá er bandaríska leyniþjónustan, CIA, aðeins lítið hjól í stórri upplýsingamaskínu. Leyniþjónustusamfélagið samanstendur af þrettán alríkisstofnunum sem á ári hverju hafa úr um tvö þúsund milljörðum króna að moða, nær sjöföldum fjárlögum íslenska ríkisins, en margir telja upphæðina vera mun hærri. Mestur hluti peninganna fer til stofnana sem hafa hátækninjósnir með höndum þar sem fylgst er með fólki með aðstoð gervihnatta og ámóta búnaðar. Þar fer Þjóðaröryggisstofnunin NSA fremst í flokki en hjá henni vinna tugþúsundir manna við hleranir af ýmsu tagi. Þrátt fyrir þetta umfang hefur leyniþjónustunni mistekist að laga sig að nýjum aðstæðum. Hún sá ekki fyrir árásirnar 11. september, lagði til meingallaðar upplýsingar um gereyðingarvopnaeign Íraka, kjarnorkuvopnatilraunir Indverja og Pakistana árið 1998 fóru með öllu framhjá henni og á svipuðum tíma var súdönsk lyfjaverksmiðja sprengd í loft upp að tillögu CIA sem taldi að þar framleiddi al-Kaída efnavopn. Margar brotalamir Margar skýringar eru á því hvers vegna leyniþjónustan virðist fljóta sofandi að feigðarósi. Í fyrsta lagi virðist hver og ein stofnun innan leyniþjónustusamfélagsins liggja á upplýsingum sínum eins og ormur á gulli í stað þess að deila þeim. Þannig komst þingnefndin sem skipuð var til að kanna hvað fór úrskeiðis 11. september að því að CIA og bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefðu saman haft nægar upplýsingar til að koma í veg fyrir árásirnar. Í öðru lagi hefur of mikil áhersla verið lögð á hátækninjósnir þar sem sérfræðingar rýna í gervihnattamyndir og símtalaútskriftir í stað þess að kanna vettvanginn með eigin augum. Til dæmis hafði CIA ekki einn einasta útsendara í Írak fyrir innrásina 2003 heldur reiddi sig alfarið á upplýsingar sem aflað hafði verið aflað með tæknibúnaði. Í þriðja lagi hefur stjórnmálavæðing leyniþjónustunnar verið gagnrýnd. Með þessu er átt við að í stað þess að leyniþjónustan vinni á hlutlausan hátt að öflun upplýsinga og stjórnvöld móti stefnu á grundvelli þeirra þá hafa stjórnvöld í vaxandi mæli gefið leyniþjónustunni ákveðnar forsendur til að vinna út frá og hún aflað gagna sem styðja þær. Dæmi um það eru meint gereyðingarvopn Íraka. Sópað til hjá CIA Á þessu ári hafa bandarísk stjórnvöld tekið til hendinni í leyniþjónustugeiranum og þannig var George Tenet, forstjóri CIA, látinn taka pokann sinn í sumar en Bill Clinton skipaði hann á sínum tíma. Eftirmaður hans, repúblikaninn Porter Goss, hefur síðustu mánuði rekið svo marga stjórnendur CIA að margir telja að um pólitískar ofsóknir sé að ræða. Breytingar sem nú verða samþykktar munu eflaust gera sitt til þess að gera leyniþjónustuna skilvirkari. Með því að skipa einn yfirmann allrar leyniþjónustu ætti að vera hægt að samræma aðgerðir og upplýsingar betur og eflaust munu margir fagna fyrirbyggjandi aðgerðum gegn hryðjuverkum sem utanríkisráðuneytið á að hafa umsjón með sem ganga út á að styrkja lýðræðisöfl víða um heim. Hins vegar er ekki séð að sjálfstæði þessara stofnana gagnvart stjórnmálamönnum muni aukast eða að meiri áhersla verði lögð á vettvangsrannsóknir. Tíminn verður að leiða það í ljós. Erlent Fréttir Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Mestu breytingar á leyniþjónustukerfi Bandaríkjamanna í hálfa öld eru nú í burðarliðnum. Stofnað verður sérstakt embætti yfirmanns leyniþjónustu og miðstöð í baráttu gegn hryðjuverkum verður sett á fót auk annarra breytinga. Lögin sem Bandaríkjaþing hefur nú samþykkt eru viðbrögð við gagnrýni sem fram kom eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 á þær stofnanir sem annast leynilega upplýsingaöflun. Sjöföld fjárlög íslenska ríkisins Áreiðanleg gagnaöflun er lykilatriði í vörnum hvers lands og hefur mikilvægi hennar síst farið minnkandi á síðustu árum. Á tímum kalda stríðsins voru njósnir á margan hátt einfaldari þar sem tiltekin ríki voru skilgreind ógn en í dag eru hryðjuverkahópar taldir helsta ógnin en þeir eru ekki bundnir við tiltekið landsvæði heldur er skipt niður í litlar sellur sem erfitt er að fylgjast með. Ólíkt því sem margir halda þá er bandaríska leyniþjónustan, CIA, aðeins lítið hjól í stórri upplýsingamaskínu. Leyniþjónustusamfélagið samanstendur af þrettán alríkisstofnunum sem á ári hverju hafa úr um tvö þúsund milljörðum króna að moða, nær sjöföldum fjárlögum íslenska ríkisins, en margir telja upphæðina vera mun hærri. Mestur hluti peninganna fer til stofnana sem hafa hátækninjósnir með höndum þar sem fylgst er með fólki með aðstoð gervihnatta og ámóta búnaðar. Þar fer Þjóðaröryggisstofnunin NSA fremst í flokki en hjá henni vinna tugþúsundir manna við hleranir af ýmsu tagi. Þrátt fyrir þetta umfang hefur leyniþjónustunni mistekist að laga sig að nýjum aðstæðum. Hún sá ekki fyrir árásirnar 11. september, lagði til meingallaðar upplýsingar um gereyðingarvopnaeign Íraka, kjarnorkuvopnatilraunir Indverja og Pakistana árið 1998 fóru með öllu framhjá henni og á svipuðum tíma var súdönsk lyfjaverksmiðja sprengd í loft upp að tillögu CIA sem taldi að þar framleiddi al-Kaída efnavopn. Margar brotalamir Margar skýringar eru á því hvers vegna leyniþjónustan virðist fljóta sofandi að feigðarósi. Í fyrsta lagi virðist hver og ein stofnun innan leyniþjónustusamfélagsins liggja á upplýsingum sínum eins og ormur á gulli í stað þess að deila þeim. Þannig komst þingnefndin sem skipuð var til að kanna hvað fór úrskeiðis 11. september að því að CIA og bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefðu saman haft nægar upplýsingar til að koma í veg fyrir árásirnar. Í öðru lagi hefur of mikil áhersla verið lögð á hátækninjósnir þar sem sérfræðingar rýna í gervihnattamyndir og símtalaútskriftir í stað þess að kanna vettvanginn með eigin augum. Til dæmis hafði CIA ekki einn einasta útsendara í Írak fyrir innrásina 2003 heldur reiddi sig alfarið á upplýsingar sem aflað hafði verið aflað með tæknibúnaði. Í þriðja lagi hefur stjórnmálavæðing leyniþjónustunnar verið gagnrýnd. Með þessu er átt við að í stað þess að leyniþjónustan vinni á hlutlausan hátt að öflun upplýsinga og stjórnvöld móti stefnu á grundvelli þeirra þá hafa stjórnvöld í vaxandi mæli gefið leyniþjónustunni ákveðnar forsendur til að vinna út frá og hún aflað gagna sem styðja þær. Dæmi um það eru meint gereyðingarvopn Íraka. Sópað til hjá CIA Á þessu ári hafa bandarísk stjórnvöld tekið til hendinni í leyniþjónustugeiranum og þannig var George Tenet, forstjóri CIA, látinn taka pokann sinn í sumar en Bill Clinton skipaði hann á sínum tíma. Eftirmaður hans, repúblikaninn Porter Goss, hefur síðustu mánuði rekið svo marga stjórnendur CIA að margir telja að um pólitískar ofsóknir sé að ræða. Breytingar sem nú verða samþykktar munu eflaust gera sitt til þess að gera leyniþjónustuna skilvirkari. Með því að skipa einn yfirmann allrar leyniþjónustu ætti að vera hægt að samræma aðgerðir og upplýsingar betur og eflaust munu margir fagna fyrirbyggjandi aðgerðum gegn hryðjuverkum sem utanríkisráðuneytið á að hafa umsjón með sem ganga út á að styrkja lýðræðisöfl víða um heim. Hins vegar er ekki séð að sjálfstæði þessara stofnana gagnvart stjórnmálamönnum muni aukast eða að meiri áhersla verði lögð á vettvangsrannsóknir. Tíminn verður að leiða það í ljós.
Erlent Fréttir Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira