Erlent

Segir Milocevic saklausan

Nikolai Ryzhkov, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, segir að sprengjuárásir NATO gegn Serbum í Kosovo árið 1999 hafi ekki haft neitt hernaðarlegt gildi, heldur hafi fyrst og fremst verið árás á Serbíu. Ryzhkov bar vitni í réttarhöldunum yfir Slobodan Milosevic og sagði að sprengjuárásir NATO hafi ekki miðað að því að leysa deilur Serba og Kosovo-Albana. Milocevic hefur verið kærður fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi í Króatíu á tíunda áratugnum, en Rhyskov telur að kærurnar á hendur honum séu upplognar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×