Erlent

Fleiri farsímanúmer en fólk

Farsímanotkun í Tékklandi er svo útbreidd að í þarlendum símaskrám er að finna fleiri farsímanúmer en landsmenn í þjóðskránni. Fyrirtækin þrjú sem bjóða farsímaþjónustu eru nú með 10,24 milljónir farsímanúmer á skrá en landsmenn eru 10,21 milljón eða 30 þúsund færri en farsímanúmerin sem eru í notkun. Talið er að 20 prósent landsmanna eigi ekki farsíma. Hins vegar vegur það þetta upp að 15 prósent landsmanna eru talin vera skráð fyrir tveimur eða fleiri farsímanúmerum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×