Erlent

Þrír myrtir í mafíustríði

Þrjú illa farin lík fundust í bíl í Napólí í gærdag. Lögreglan skrifar morðin á mafíuna og segir þá látnu nýjustu fórnarlömbin í blóðugasta mafíustríði borgarinnar í tuttugu ár. Ljóst þykir að mennirnir þrír hafi verið myrtir annars staðar en í skutbílnum sem þau fundust í. Þeim hafði verið pakkað inn í plastfilmu og bílnum ekið í slæmt hverfi Napólí þar sem bíllinn var skilinn eftir. Fjöldi skotsára var á hverju líki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×