Erlent

NASA rannsakar Regnmanninn

Vísindamenn á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, eru byrjaðir að rannsaka heilastarfsemi Kim Peek, einhverfs manns sem var fyrirmyndin að persónu Dustin Hoffman í myndinni Regnmaðurinn. Peek, sem nú er 53 ára, býr að snilligáfu á fimmtán sviðum, svo sem í landafræði, tölum og dagsetningum, og að auki fer honum fram á þessum sviðum eftir því sem hann eldist. Hann er afar takmarkaður á öðrum sviðum, hann getur til dæmis ekki klætt sig sjálfur og veit ekki hvar hlutir eru geymdir á heimili hans. Vísindamenn vona að tækni sem sýnir áhrif geimferða á heilann útskýri heilastarfsemi Peek.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×