Erlent

Reyna að jarða Arafat lifandi

"Þeir eru að reyna að grafa Abu Ammar lifandi," sagði Suha Arafat, eiginkona Jasser Arafats, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, þegar hún réðist harkalega gegn næstráðendum hans í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpsstöðina. Abu Ammar er gælunafn Jasser Arafats. Orð sín lét Suha falla eftir að nokkrir helstu forystumenn Palestínumanna greindu frá því að þeir ætluðu að heimsækja Arafat á sjúkrahúsinu þar sem hann dvelur í Frakklandi. Suha brást ókvæða við því og sakaði þá um samsæri. Ahmed Qureia forsætisráðherra, Mahmoud Abbas forveri hans, Nabil Shaath utanríkisráðherra og Rauhi Fattouh þingforseti héldu þó allir áleiðis til Frakklands í gær. Upphaflega stóð til að þeir kæmu til Parísar í gær en vegna orða Suha Arafat frestaðist för þeirra og koma þeir þangað í dag. Suha, sem ekki hafði séð Jasser í þrjú ár þegar hann var fluttur veikur til Parísar, sagði að hann myndi snúa aftur til Palestínu en sakaði samstarfsmenn hans um að reyna að sölsa völd hans undir sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×