Erlent

Ungir kjósa Kerry

Búist er við mun meiri þátttöku ungs fólks en áður í forsetakosningunum vestanhafs á morgun. Bandarískur sérfræðingur í kosningahegðun segir unga kjósendur líklegri til þess að kjósa Kerry en Bush. Xandra Kayden er stödd á Íslandi á vegum bandaríska sendiráðsins en hún var sérstaklega fengin til landsins til þess að útskýra bandarísku forsetakosningar. Hún starfar meðal annars í háskólanum í Los Angeles, auk þess sem hún er fulltrúi í Landssamtökunum „League of Women Votes“ sem hefur það að meginmarkmiði að upplýsa og fá ungt fólk til þess að kjósa. Kayden segir að gríðarleg vinna hafi farið í að virkja þann hóp fyrir forsetakosningarnar sem nú fara fram. Margir skemmtikraftar hafi farið um og reynt að fá fólk til að skrá sig og því sé búist við mun meiri þátttöku ungs fólks en áður. Hún segir að þangað til nýlega hafi fátt bent til þess að ungt fólk kysi öðruvísi en þeir eldri, nema í málefnum samkynhneigðra, en nú virðist unga fólkið hallast mun meira að Kerry 


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×