Erlent

Veltur á mætingu á kjörstað

Hörð barátta og lítill fylgismunur einkennir síðustu daga kosningabaráttu þeirra Bush og Kerrys um hvor verði næsti forseti Bandaríkjanna. Fréttaskýrendur segja að kosningarnar muni að öllum líkindum ráðast af því hvorum flokknum, demókrötum eða rebúblikönum, mun ganga betur að ná sínum kjósendum á kjörstað. Nýjustu kannanir hafa sýnt lítinn mun á fylgi frambjóðendanna en í nýjustu könnun CNN hefur Bush tveggja prósenta forskot, eða 49 prósenta fylgi. Eftir milljónir auglýsinga og eftir að hafa ferðast vítt og breitt um Bandaríkin reyna nú bæði Bush og Kerry hvað þeir geta til að fá stuðningsmenn sína til að mæta á kjörstað. Öll sú áhersla sem lögð er á að fá kjósendur til að kjósa gæti orðið til þess að metþátttaka verði í kosningunum. Bandaríkjamenn munu ganga að kjörborðinu á morgun, 2. nóvember.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×