Erlent

Allt í járnum

Mjög jafn er komið á með þeim John Kerry og George Bush samkvæmt flestum könnunum sem birst hafa í dag. Í könnun Í könnunum Reuters og Zogby og ABC og Washington post er fylgið hnífjafnt, en hins vegar sker könnun Newsweek sig nokkuð úr, því samkvæmt henni hefur Bush sex prósentustiga forskot. Hluti þeirrar könnunar var framkvæmdur eftir ummæli Osama Bin Laden og vilja margir túlka niðurstöðurnar á þann veg að Osama minni menn á 11. september, þegar Bush þótti standa sig með afbrigðum vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×