Erlent

Styttist í árás á Fallujah

Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak, segir mjög styttast í allsherjarárás í borginn Fallujah. Allawi segir að ekki sé hægt að bíða lengur með að losa borgina undan heljargreipum hryðjuverkamanna og þar eð friðsamar viðræður hafi engu skilað hingað til, liði ekki á löngu uns gripið verði til annarra og harkalegri aðgerða. Allawi segir að undanfarnar vikur hafi þjóðvarnarlið Íraka handsamað 167 skæruliða og það verði ekki látið líðast að handbendi Al-Zarqawis eða Osama Bin-Laden vaði uppi í landinu lengur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×