Innbyggt vantraust 29. október 2004 00:01 Ein helsta ástæðan fyrir því hversu illa Bandaríkjamönnum hefur gengið að koma upp kosningakerfi sem virkar er sterk viðleitni ríkis- og sveitarstjórna á hverjum stað til að ráða sjálf sínum málum, segir Michael T. Corgan, prófessor í flotafræðum og stjórnmálafræði við háskólann í Boston í Massachusetts. Ófullnægjandi framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum komst í hámæli í Flórída fyrir fjórum árum en nokkur atvik hafa þegar komið upp nú sem gefa til kynna að enn sé langt í land áður en hægt verður að fullyrða að framkvæmdin sé fullnægjandi. "Þó við eigum að baki langa sögu lýðræðis er saga stjórnar heimamanna á stjórnmálakerfinu jafn löng. Það er ástæðan fyrir því að hvert kjördæmi er með sínar eigin aðferðir til atkvæðagreiðslu," segir Corgan og tekur fram að hluti af ástæðunni fyrir því að kerfin virðist oft úrelt eða ófullnægjandi sé kostnaður. Það hafi líka sitt að segja að frá því vélrænn kosningabúnaður var tekinn upp hafi sjaldan verið jafn mjótt á munum og í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Fram að því hafi kerfið virst nógu gott. "Í bandarískri stjórnmálamenningu er innbyggt vantraust á miðstýrðu valdi sem veldur því að kosningastjórnir á hverjum stað taka því illa að utanaðkomandi einstaklingar og stofnanir segi þeim fyrir verkum. Þegar við bætist að undanfarið hafa forsetaframbjóðendur barið á innanbúðarmönnum í Washington eru margir sterkir þættir sem ráða því að málum er stjórnað á heimavelli, hversu illa sem það gengur," segir Corgan. Corgan bendir einnig á að nýrri tækni fylgi vandamál. Þannig geti rafræn kosningakerfi verið viðkvæm fyrir tölvuþrjótum og ekki bætir úr sök að ekki er hægt að endurtelja atkvæði ef mjótt er á munum. "Eins og sumir segja jafnast það að prenta gögnin út á nýjan leik ekki á við það að telja á nýjan leik," segir Corgan og bætir við. "Að auki var einu fyrirtækjanna sem reyna að selja nýjan, þróaðan rafrænan kosningabúnað þar til nýlega stjórnað af manni sem sagði að hans markmið væri að tryggja Bush forseta sigur í Ohio. Þú getur ímyndað þér að demókratar tortryggðu þennan búnað." Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Ein helsta ástæðan fyrir því hversu illa Bandaríkjamönnum hefur gengið að koma upp kosningakerfi sem virkar er sterk viðleitni ríkis- og sveitarstjórna á hverjum stað til að ráða sjálf sínum málum, segir Michael T. Corgan, prófessor í flotafræðum og stjórnmálafræði við háskólann í Boston í Massachusetts. Ófullnægjandi framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum komst í hámæli í Flórída fyrir fjórum árum en nokkur atvik hafa þegar komið upp nú sem gefa til kynna að enn sé langt í land áður en hægt verður að fullyrða að framkvæmdin sé fullnægjandi. "Þó við eigum að baki langa sögu lýðræðis er saga stjórnar heimamanna á stjórnmálakerfinu jafn löng. Það er ástæðan fyrir því að hvert kjördæmi er með sínar eigin aðferðir til atkvæðagreiðslu," segir Corgan og tekur fram að hluti af ástæðunni fyrir því að kerfin virðist oft úrelt eða ófullnægjandi sé kostnaður. Það hafi líka sitt að segja að frá því vélrænn kosningabúnaður var tekinn upp hafi sjaldan verið jafn mjótt á munum og í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Fram að því hafi kerfið virst nógu gott. "Í bandarískri stjórnmálamenningu er innbyggt vantraust á miðstýrðu valdi sem veldur því að kosningastjórnir á hverjum stað taka því illa að utanaðkomandi einstaklingar og stofnanir segi þeim fyrir verkum. Þegar við bætist að undanfarið hafa forsetaframbjóðendur barið á innanbúðarmönnum í Washington eru margir sterkir þættir sem ráða því að málum er stjórnað á heimavelli, hversu illa sem það gengur," segir Corgan. Corgan bendir einnig á að nýrri tækni fylgi vandamál. Þannig geti rafræn kosningakerfi verið viðkvæm fyrir tölvuþrjótum og ekki bætir úr sök að ekki er hægt að endurtelja atkvæði ef mjótt er á munum. "Eins og sumir segja jafnast það að prenta gögnin út á nýjan leik ekki á við það að telja á nýjan leik," segir Corgan og bætir við. "Að auki var einu fyrirtækjanna sem reyna að selja nýjan, þróaðan rafrænan kosningabúnað þar til nýlega stjórnað af manni sem sagði að hans markmið væri að tryggja Bush forseta sigur í Ohio. Þú getur ímyndað þér að demókratar tortryggðu þennan búnað."
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira