Halliburton aftur í kastljósið 29. október 2004 00:01 Bandaríska stórfyrirtækið Halliburton og tengsl þess við Bandaríkjastjórn eru í brennidepli eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hóf rannsókn á úthlutun verkefna í Írak til félagsins án útboðs til að athuga hvort glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Rannsóknin snýst að sögn lögreglu ekki að neinum sem starfar í Hvíta húsinu. John Edwards, varaforsetaefni demókrata, réðst harkalega að George W. Bush og Dick Cheney, forseta og varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að gæta hagsmuna stórfyrirtækja frekar en almennings. "Síðustu fjögur árin hafa George W. Bush og Dick Cheney notað hvert tækifæri sem hefur gefist til að úthluta greiðum og gæta sérhagsmuna vina sinna," sagði Edwards. Cheney varaforseti var háttsettur stjórnandi hjá Halliburton áður en hann varð varaforseti og hefur stjórnvöldum verið legið á hálsi að gæta hagsmuna olíufyrirtækja á kostnað almennings. "Þú getur ekki staðið með Halliburton, stóru olíufélögunum og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og á sama tíma barist fyrir hagsmunum bandarísks almennings," sagði Edwards. Lögreglan hóf rannsókn á Halliburton eftir að starfsmaður í samningagerð Bandaríkjahers sagði þeim að ólöglega hefði verið staðið að samningagerð við Halliburton vegna verkefna í Írak sem þeim var úthlutað án útboðs. "Þetta er versta misnotkun á úthlutunar- og samningakerfinu sem ég hef séð," sagði Bunnatine Greenhouse, yfirumsjónarmaður samninga fyrir verkfræðideild hersins, í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina. Stjórnendur Halliburton vísuðu ásökunum í sinn garð á bug og sögðu þær ekkert annað en áróður í kosningabaráttunni. Wendy Hall, talsmaður fyrirtækisins, benti á að eftirlitsstofnun á vegum stjórnvalda hefði komist að því að löglega hefði verið staðið að verkefni fyrirtækisins í Írak. Fyrri rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að Halliburton rukkaði Bandaríkjaher um of hátt verð fyrir eldsneyti og aðra þjónustu sem það veitti í Írak. Nýjustu kannanir Fox News Bush 50%, Kerry 45% 29. október TIPP Bush 46%, Kerry 46% 29. október Zogby Bush 47%, Kerry 47% 29. október GW/Battleground Bush 51%, Kerry 46% 29. október Washington Post Bush 49%, Kerry 48% 28. október Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtækið Halliburton og tengsl þess við Bandaríkjastjórn eru í brennidepli eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hóf rannsókn á úthlutun verkefna í Írak til félagsins án útboðs til að athuga hvort glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Rannsóknin snýst að sögn lögreglu ekki að neinum sem starfar í Hvíta húsinu. John Edwards, varaforsetaefni demókrata, réðst harkalega að George W. Bush og Dick Cheney, forseta og varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að gæta hagsmuna stórfyrirtækja frekar en almennings. "Síðustu fjögur árin hafa George W. Bush og Dick Cheney notað hvert tækifæri sem hefur gefist til að úthluta greiðum og gæta sérhagsmuna vina sinna," sagði Edwards. Cheney varaforseti var háttsettur stjórnandi hjá Halliburton áður en hann varð varaforseti og hefur stjórnvöldum verið legið á hálsi að gæta hagsmuna olíufyrirtækja á kostnað almennings. "Þú getur ekki staðið með Halliburton, stóru olíufélögunum og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og á sama tíma barist fyrir hagsmunum bandarísks almennings," sagði Edwards. Lögreglan hóf rannsókn á Halliburton eftir að starfsmaður í samningagerð Bandaríkjahers sagði þeim að ólöglega hefði verið staðið að samningagerð við Halliburton vegna verkefna í Írak sem þeim var úthlutað án útboðs. "Þetta er versta misnotkun á úthlutunar- og samningakerfinu sem ég hef séð," sagði Bunnatine Greenhouse, yfirumsjónarmaður samninga fyrir verkfræðideild hersins, í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina. Stjórnendur Halliburton vísuðu ásökunum í sinn garð á bug og sögðu þær ekkert annað en áróður í kosningabaráttunni. Wendy Hall, talsmaður fyrirtækisins, benti á að eftirlitsstofnun á vegum stjórnvalda hefði komist að því að löglega hefði verið staðið að verkefni fyrirtækisins í Írak. Fyrri rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að Halliburton rukkaði Bandaríkjaher um of hátt verð fyrir eldsneyti og aðra þjónustu sem það veitti í Írak. Nýjustu kannanir Fox News Bush 50%, Kerry 45% 29. október TIPP Bush 46%, Kerry 46% 29. október Zogby Bush 47%, Kerry 47% 29. október GW/Battleground Bush 51%, Kerry 46% 29. október Washington Post Bush 49%, Kerry 48% 28. október
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira