Erlent

Undirritun í skugga óvissu

Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins undirrituðu stjórnarskrá Evrópusambandsins í Róm í gær. Undirskriftin þýðir þó ekki að allt sé afstaðið því í það minnsta níu aðildarríkjanna ætla að bera stjórnarskrána undir þjóðaratkvæði. Þjóðarleiðtogarnir undirrituðu stjórnarskrána í skugga óvissu um skipan framkvæmdastjórnar og þess að ekki þarf nema eitt ríki sem neitar að staðfesta stjórnarskrána til að hún taki ekki gildi. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram á Spáni 20. febrúar. Jose Manuel Barroso, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ráðgaðist við þjóðarleiðtoga og forystumenn fylkinga á þingi ESB um hvernig skipa ætti nýja framkvæmdastjórn. Gerhard Schröder, Þýskalandskanslari, sagði ekki hægt að tala um stjórnkreppu ef deilan leystist innan tveggja vikna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×