Kerry kvartar og kveinar 27. október 2004 00:01 John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir að bandaríska þjóðin eiga skilið að fá leiðtoga sem viti hvernig á að tryggja öryggi landsins. George Bush forseti segir að Kerry skorti framtíðarsýn og kvarti bara og kveini. Baráttan um Hvíta húsið harðnar nú dag frá degi, enda einungis sex dagar þar til bandaríska þjóðin gengur að kjörborðinu og velur sér forseta. Bush og Kerry keppast við að koma skilaboðum sínum til kjósenda og tryggja sér atkvæði þeirra og ljóst er að dagarnir fram að kosningum verða annasamir. Á ferðalagi sínu í Las Vegas hélt Kerry áfram að gagnrýna Bush vegna Íraks. Hann sagði stjórnina hafa haft vörð við byggingamálaráðuneytið og olíumálaráðuneytið þar í landi en ekki við skotfærageymslur, sem ógnuðu öryggi bandarískra hermanna, né nægan liðsafla til að gæta landamæranna. „Nú eru þessi landmæri eins og gatasigti, hryðjuverkamenn streyma að úr öllum áttum og vandræði okkar aukast dag frá degi,“ sagði Kerry. „Annað hvort sér forsetinn þetta ekki eða vill ekki viðurkenna það. Hvort heldur sem er eru Bandaríkin óöruggari fyrir vikið. Vinir mínir, við eigum skilið að fá yfirmann sem veit hvernig á að gera Bandaríkin örugg og vernda hermennina okkar.“ George Bush heimsótti kjósendur í Iowa og gagnrýndi keppinaut sinn fyrir stefnuleysi. Hann kvaðst hafa jákvæða og bjarta sýn á framtíð lamdsins og ítarlega áætlun um sigur í Írak og í stríðinu gegn hryðjuverkum. „Andstæðingur minn hefur enga áætlun og enga framtíðarsýn - aðeins langan kvörtunarlista. En sá sem er bara vitur eftir á hefur aldrei leitt lið til sigurs,“ sagði Bush. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir að bandaríska þjóðin eiga skilið að fá leiðtoga sem viti hvernig á að tryggja öryggi landsins. George Bush forseti segir að Kerry skorti framtíðarsýn og kvarti bara og kveini. Baráttan um Hvíta húsið harðnar nú dag frá degi, enda einungis sex dagar þar til bandaríska þjóðin gengur að kjörborðinu og velur sér forseta. Bush og Kerry keppast við að koma skilaboðum sínum til kjósenda og tryggja sér atkvæði þeirra og ljóst er að dagarnir fram að kosningum verða annasamir. Á ferðalagi sínu í Las Vegas hélt Kerry áfram að gagnrýna Bush vegna Íraks. Hann sagði stjórnina hafa haft vörð við byggingamálaráðuneytið og olíumálaráðuneytið þar í landi en ekki við skotfærageymslur, sem ógnuðu öryggi bandarískra hermanna, né nægan liðsafla til að gæta landamæranna. „Nú eru þessi landmæri eins og gatasigti, hryðjuverkamenn streyma að úr öllum áttum og vandræði okkar aukast dag frá degi,“ sagði Kerry. „Annað hvort sér forsetinn þetta ekki eða vill ekki viðurkenna það. Hvort heldur sem er eru Bandaríkin óöruggari fyrir vikið. Vinir mínir, við eigum skilið að fá yfirmann sem veit hvernig á að gera Bandaríkin örugg og vernda hermennina okkar.“ George Bush heimsótti kjósendur í Iowa og gagnrýndi keppinaut sinn fyrir stefnuleysi. Hann kvaðst hafa jákvæða og bjarta sýn á framtíð lamdsins og ítarlega áætlun um sigur í Írak og í stríðinu gegn hryðjuverkum. „Andstæðingur minn hefur enga áætlun og enga framtíðarsýn - aðeins langan kvörtunarlista. En sá sem er bara vitur eftir á hefur aldrei leitt lið til sigurs,“ sagði Bush.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira